Ég hef alltaf átt erfitt með að velja mér nokkuð uppáhalds og það gildir líka um kvikmyndir. Það eru samt nokkrar sem mér þykir vert að minnast á þó þær séu ekki endilega þær sem mér þykir bestar, en ofarlega eru þær!
Léon(1994). Ef ég ætti að velja uppáhalds mynd til að bjarga lífi mínu, þá væri það sennilegast Léon. Franski gaurinn (frá Marokkó) sem er í fáránlega mörgum myndum en enginn veit samt hvað heitir (Jean Reno) dúkkar upp sem aðalpersónan í þessari mynd, enda frönsk mynd. Hann leikur leigumorðingjann Léon sem vinnur fyrir mafíósa að nafni Tony. Léon býr einn í íbúðinni sinni og gerir ekkert annað en þau verkefni sem Tony setur honum fyrir. Allt breytist síðan skyndilega og sirka 13 ára nágrannastelpa(Natalie Portman) hans neyðist til að flytja inn til hans.
Afbragðs leikarar eru í myndinni en Gary Oldman leikur spillta og frekar geðklikkaða löggu. Hann stendur sig frábærlega eins og von er og atriðin þegar hann étur pillurnar gefa manni hroll bæði af nettleika og klikkun. Natalie Portman stígur hér einhver af sínum fyrst skrefum og misstígur sig hvergi þótt sum atriðin dansi heldur betur á siðferðislínunni. Jean Reno nær vel þessum sakleysislega en þó, að því er virðist í fyrstu, tilfinningalausa leigumorðingja sem finnur nýjan tilgang í lífinu.
Ég vissi ekkert um leikstjórann, Luc Besson, fyrr en ég ákvað að skrifa um þessa mynd. Þá komst ég að því að hann hefur komið að heilmörgum rosalegum myndum eftir þessa, eins og Fifth Element, Taxi seríunni, Transporter seríunni, Yamakasi og síðast en ekki síst Danny the dog.
All in all klikkuð mynd sem skilur mann eftir hugsandi hvort gæinn sem býr einn í næstu íbúð sé leigumorðingi. Svo eru gleraugun hans líka geðveikt nett.
Fight Club(1999). Þessi mynd ... er sennilega á topplistanum hjá næstum hvaða unga karlmanni sem er. Hún á það líka skilið. Ég get einhvern veginn alltaf horft á hana, ef ég nenni ekki að horfa á neitt sem ég á, get ég samt sett á Fight Club. Ég horfði fyrst á hana í bíl í einhverri drasl iPod-líkri græju sem spilaði bíómyndir á 2” skjá. En ég var heillaður uppúr skónum, enda 14 ára og tilbúinn að taka við hvaða andsamfélagslega áróðri sem er.
Ég ætla ekkert að fjöyrða um söguþráðinn en hann þekkja lang flestir. Það sem má hins vegar endalaust tala um er frammistaða Brad Pitt en þarna sýnir hann hversu góður hann getur verið. Ég hélt alltaf að hann væri alger aula leikari, en svo fór ég að horfa á betri myndir með honum, og hann er nú í miklu uppáhaldi. Edward Norton er líka góður og Helena Bonham Carter betri þó hvorugt nái hæðum Brad Pitt.
Fight Club skilur mann eftir í algeru rugli og eftir að ég horfði í fyrsta sinn ætlaði ég að byrja strax aftur bara svo ég gæti meðtekið hana betur. Gaman er að sjá hvernig líf “sögumannsins” breytist þegar hann finnur tilgang og eitthvað sem hann getur haldið í.
The Truman Show(1998). The Truman Show er frumleg mynd í alla staði. Í henni leikur Jim Carrey aðalhlutverkið, en það er nokkuð alvarlegra en hann var vanur þá. Hann sýnir þó að hæfileikar sýnir nái út fyrir grínið, en kannski ekki á neinn Óskars mælikvarða þarna(hann gerir það seinna). Ed Harris er bestur af leikurunum og passar vel sem þessi föður/guða týpa.
Myndin fjallar um Truman Burbank, sem lifir einkar einföldu lífi á “eyju” í stærsta kvikmyndaveri í heimi. Það sem furðulegt er þó, er að hann er sá eini sem veit ekki að honum er sjónvarpað um allan heim. Truman fer að gruna að ekki sé allt með felldu þegar allt virðist snúast í kringum hann sjálfan.
Ástæðan fyrir að ég set þessa mynd á listann er fyrst og fremst sú, þó hún sé líka virkilega góð, að hún hafði mikil áhrif á mig þegar ég sá hana fyrst árið 1999, þá 9 ára. Ég fór mikið að pæla hvort ég væri í sömu stöðu og Truman, og hvað ég myndi gera ef svo væri. Ég lá hugsandi mörg kvöld fyrir svefninn og ég mun sennilega aldrei gleyma þessari mynd, enda hugsunin brennimerkt innan á kúpuna.
Reservoir Dogs(1992). Ég get ekki búið til topplista án þess að vera með Quentin Tarantino mynd á honum. Þó að Pulp Fiction sé á margan hátt betri mynd en Reservoir Dogs þá er ég, eða held það allavega, hrifnari af þeirri síðarnefndu. Þessi mynd er ekki margt annað en samtöl og samt tekst Tarantino að halda spennu allan tímann eftir fáránlega svala byrjunaratriðið. Leikararnir standa sig frábærlega og mér finnst erfitt að velja einhvern sem stendur endilega uppúr, en Tim Roth er mjög sannfærandi svona alblóðugur og fínn.
RD fjallar um þjófa sem þekkjast ekki en eru fengnir til að ræna demöntum úr verslun. Það eina sem þeir fá eru litir til að nefna hvern annan eftir og það er einhvern vegin alveg rosalega töff, en kannski bara því allt annað í myndinni er rosalega töff. Stíllinn hans Tarantino sést alveg hrár í þessari mynd og fáu bætt á samtölin nema söguþræði og illa nettri tónlist. Bottom line er, að þetta er töffaðasta mynd sem ég hef séð.
Oldboy(2003). Það er eitthvað við þessa mydn, ég veit ekki alveg hvað, sem fær mig til að kikna í hnjánum. Ætli það sé ekki allt tilfinningaflæðið sem maður fær bara beint í feisið. Oldboy fjallar um mann sem er lokaður inni í herbergi í 15 ár án þess að vera sagt af hverju. Hann er svo látinn laus en þá reynir hann að komast að því hver lokaði hann inni.
Oldboy hefur allt sem myndir geta haft. Hún er full af tilfinningum og slagsmálum og hefur líka þennan nettleika yfir sér. Tónlistin spilar stóran þátt í að skapa aðstæðunum raunverulegt gildi en Min-sik Choi sýnir einnig stórleik í aðalhlutverkinu.
Nú er í bígerð Hollywood endurgerð, en það er viðbúið eftir vilsældir Oldboy. Will Smith kemur til með að leika aðalhlutverkið og ég sé það sem ljósan punkt, því hann hefur sýnt það undanfarið að hann er ekki bara enn einn asna grín/hasar leikarinn. Ég er ekki hrifinn af svona endurgerðum en ætli Will dragi mig ekki í bíó í þetta skiptið.
Fleiri myndir sem geta alveg eins verið á topplistanum mínum eru :
Memento
American History X
Wall-E
Silence of the Lambs
The Pianist
The Big Lebowski
V for Vendetta
Princess Mononoke
Trainspotting
og eflaust fleiri sem ég gleymi.