Kláraði að horfa á þessa mynd í fyrsta skipti fyrir þrem tímum og ég stoppa ennþá við það sem ég er að gera til þess að hugsa um hana. Um hvað var þessi mynd eiginlega? Tilgang lífsins? .. Hver er tilgangur þessarar myndar er stærri spurning fyrir mér akkurat núna. Þá meina ég það auðvitað ekki á slæman hátt, þessi mynd er alveg frábær. Þetta er ein af þessum myndum sem fjalla ekki beinlínis um neitt sem gerist þannig lagað, engan atburð. Hún fjallar um fólkið í henni, hvernig það breytist og hvernig áhrif þessara breytinga breyta öðru fólki.
Svoleiðis myndir geta ekki verið góðar ef leikararnir eru það ekki. Og þeir eru undantekningarlaust góðir í American Beauty. Kevin Spacey fer þar fremstur í flokki en hann fékk Óskarinn fyrir þetta hlutverk. Hann leikur venjulegan, miðaldra fjölskylduföður sem fær gráa fiðringinn og rúmlega það eftir að falla fyrir vinkonu dóttur sinnar. Ný fjölskylda flytur í hverfið á sama tíma og allt virðist ætla að umturnast. Ég hafði mest gaman af nýja stráknum við hliðiná, Ricky Fitts, og hversu rólegur en samt svo truflaður hann var.
American Beauty er mynd sem að skilur eitthvað eftir sig, maður fer að spá í hvernig maður sjálfur er. Persónusköpunin er virkilega djúp og sterk, þrátt fyrir að allar persónurnar séu algerar staðalímyndir. En kannski er það einmitt það sem gerir nálægðina svo mikla að maður virðist alltaf geta sett sig í spor þeirra án þess að hafa nokkuð fyrir því.Gríðarlega góð mynd, toppeinkunn. Ég skil ekki afhverju ég var ekki búinn að sjá hana fyrr !
Ricky Fitts
3 stig.
ReplyDeleteÉg sá þessa seinast í bíó og þori eiginlega ekki að sjá hana aftur. Það eru nefnilega ansi margir skríbentar sem ég ber virðingu fyrir og er yfirleitt sammála sem þola ekki þessa mynd. En þegar ég sá hana fílaði ég hana í botn, og ég held ég haldi mig við það.