Thursday, October 1, 2009

RIFF

Ég sá bara 5 myndir á RIFF, sem er mjög ekki nógu gott en ég var fáránlega busy. En passinn borgaði sig þó. Ég ætla ekki að skrifa um Antichrist hér, finnst hún eiga sér blogg skilið fyrir að vera ... spes.

Dogtooth

Pottþétt með skrýtnari myndum sem ég hef séð! Hún fjallar um fjölskyldu sem býr í stóru húsi með háa girðingu umhverfis lóðina. Börnin 3 fá aldrei að fara út fyrir girðinguna, þeim er kennt að þar sé hættulegur heimur. Þau er orðin u.þ.b. tvítug en samt loka foreldrarnir þau inn í skel ennþá.

Það sem þessi mynd á helst að sýna er hverstu mikilvægt er fyrir börn að þekkja annað en bara heimili sitt og hve uppeldi er stór þáttur. Foreldrarnir loka einfaldlega á það sem þau vilja ekki að börnin viti um. Eitthvað eru þau líka mikið twisted því þegar konan sem fullnægir kynþörf sonarins er rekin á elsta systirin að redda því, Þá sést best hvað börnin eru reynslulaus en þau sjá ekkert að þessu uppátæki.

Fyrst og fremst óþægileg mynd, en þó áhugaverð á sinn hátt. Full hæg fyrir minn smekk, myndi sennilega ekki horfa á hana aftur, en ég mun muna eftir henni, það er pottþétt.



Firemen’s Ball

Því miður komst ég ekki á One Flew Over the Cuckoo’s Nest því ég var á æfingu en ég ákvað að fara á þessa, sennilega bara því hún er eftir Milos Forman. Ég sé ekkert eftir því, þó að hin hefði eflaust verið betri. Firemen’s Ball er síðasta mynd Formans í Tékkóslóvakíu og hann fer með stæl. Myndin er gamansöm en um leið samfélagsádeila sem gagnrýnir yfirvaldið.

Slökkviliðsmennirnir reyna eftir mesta megni að hafa ballið fullkomið en eftir því sem þeir skipta sér meira af, því meira fer úrskeiðis ***Smá spoiler*** Fegurðarsamkeppnin og happdrættið fara alveg út um þúfur og þegar eldur kviknar í bænum er slökkvibíllinn fastur og kallarnir alveg gangslausir. Botninum er síðan náð þegar heiðrunin á fyrrum forseta stöðvarinnar misheppnast alveg***Spoiler endar***

Helsti gallinn við myndina fannst mér að samtölin rúlluðu ekki mjög eðlilega, þó ég þekki ekki hvernig tékkóslóvakíska rúllar í daglegu tali. Fyndnast var þó að í byrjun gleymdist að setja á texta og enginn skildi neitt. Það var frekar steikt en svo var myndin jafnvel steiktari.



Dead Snow

Ég hef ekki séð margar splatter myndir og veit í raun ekki við hverju ég á að búast þegar ég sé þær. Braindead var sennilega sú fyrsta sem ég sá og mér fannst hún skemmtileg, en fáránlega skrýtin, Dead Snow er sú besta síðan ég sá Braindead. Vegna vanþekkingar minnar á splatterum var ég alltaf að bera hana saman við Reykjavík Whale Watching Massacre. Þessi mynd er svo miklu betri í alla staði! Það ætti ekki einu sinni að bera þær saman.

Söguþráðurinn er mjög einfaldur og týpískur. Nokkur ungmenni fara saman í skála langt frá mannabyggð. Karakterarnir eru ekki heldur frumlegir en halda myndinni alveg saman og skemmta manni ágætlega.

Nazistazombiarnir eru aðal aðdráttaraflið við þessa mynd og standa heldur betur fyrir sínu. Helsta áhugamál þeirra eru garnir fórnarlambanna og eltingaleikurinn verður stórskemmtilegur. Söguþráðurinn er þunnur en skemmtanagildið hátt, alveg eins og það á að vera.



Prodigal Sons

Prodigal Sons er fyrsta myndin sem ég sá á RIFF og því miður eina heimildarmyndin. Kimberly Reed var strákur en eftir að hann flutti að heima skipti hann um kyn og er nú kona. Myndin byrjar þegar Kim kemur aftur heim til þess að fara á reunion úr skólanum. Það sem hún er stressuðust yfir er að hitta fósturbróður sinn, Marc. Þau hafa ekki talað saman lengi en hún vill bæta þetta samband.

Kim leikstýrir myndinni sjálf og tekur sumt efnið sjálf upp. Óþægilegustu mómentin eru þegar hún er sjálf með kameruna og Marc tekur köst þar sem persónuleiki hans breytist til hins verra. Mér finnst myndin fjalla meira um hvernig er að umgangast bróður sem tekur svona persónuleikabreytingum. Kynskiptiaðgerðin er meiri baksaga þó að Marc fái útrás fyrir tilfinningar sínar í garð kynskiptingarinnar. Þessi óvissa með kynið varð nokkurs konar yfirborðsástæða fyrir því að Marc og Kim töluðust ekki við.

Áhugaverð mynd sem kemur manni til að hugsa um leið og óþægileg móment þjaka mann.

1 comment:

  1. Ágæt færsla.

    Það voru í raun engir leikarar í Firemen's Ball, þetta var allt fólk sem bjó í raun og veru í þessu litla fjallaþorpi og slökkviliðsmennirnir voru í raun og veru slökkviliðsmenn. Það gæti verið ástæða þess að flæði samtalanna var soldið skrýtið.

    7 stig.

    ReplyDelete