Thursday, November 19, 2009

Antichrist

Prologue-ið í sturtunni... of flott

Ef einhvern tíma er hægt að segja að bíómynd sé meira listaverk en nokkuð annað(það á nú að vera hægt), þá gildir það pottó um Antichrist. Prologue-ið er einfaldlega bara rugl flott. Allt svart-hvítt og í slow motion, kynlíf og barn að deyja. Það kemur eitt “ógeðisatriði” í þessari senu, en þau eru það sem hafa gert þessa mynd fræga, að ástæðulausu finnst mér. Aðalpersónurnar eru að ríða í sturtu, atriðið í slowmo og allt mjög fallegt og listrænt. Svo kemur í sirka 2-3 sekúndur bara beint Typpi í Píku. Close up! Á eflaust að framkalla shock og ýta einhver vegin við manni. En mér finnst það alveg óþarfi, atriðið er svo flott fyrir.



Kofinn góði

Svo ég fjalli nú aðeins um söguþráðinn, þá segir myndin frá sorg foreldra barnsins sem deyr í byrjun. Pabbinn (Willem Dafoe) er sálfræðingur og virðist ekki taka sonarmissinn of nærri sér, eða sýnir það ekki. Mamman(Charlotte Gainsbourg) er alveg niðurbrotin. Sorgin virðist ætla að ganga fram af henni en þá ákveða þau að fara upp í kofa sem þau eiga, langt frá byggð.

Myndin er frekar ruglingsleg enda er söguþráðurinn ekki aðal málið, ehdlur tjáningin. Antichrist er gjörningur.

Leikararnir eru í krefjandi hlutverkum en sína samt góðan leik. Sérstaklega Willem Dafoe. Hann er með svo sérstakan svip, sem annað hvort tjáir þvílíkar tilfinningar, eða er gersamlega tómur. Hann þurfti bæði í Antichrist.


Hvað ógeðið í myndinni varðar, þá finnst mér það ekki nauðsynlegt. Kannski er það einhver tjáning og sumum finnst það kannski ómissandi. Ég held að það hafi bara verið til að veita myndinni meiri athygli og umtal. Það eru fleiri sem vilja sjá hana ef hún er umtöluð vegna ógeðs. Auðvitað eru þá einhverjir sem vilja ekki sjá hana, og fólk labbar út af henni. En athyglin er alltaf meiri en ella. Persónulega bjóst ég við meira gore-i eftir þetta umtal. Hún var alveg óþægileg á köflum en var miklu meira mindfuck en ógeð. Miklu miklu meira. Oft var ég bara “wtf!” og “why?”. En þegar myndin var búin, þá vissi ég ekkert hvað ég átti að halda. Ég bjóst við að allt myndi skýrast og enda, en... Hvað var eiginlega að gerast í þessari mynd? Hvernig fannst mér hún? Meistaraverk eða bara eintóm sýra? Kannski bæði.. í einu. Ég veit það ekki enn. Ef ég er spurður hvernig mér fannst hún segi ég: “uuuuu, mjög spes. Miklu minna gore en ég bjóst við. Veit ekki hvort hún sé snilld eða ekki. Sjáðu hana!”

Það er engan vegin hægt að segja einhverjum að hann muni fíla hana, eða hafa gaman af henni. Hver verður að túlka hana á sinn hátt eða mynda sér sína eigin skoðun, eða bara ekki getað ákveðið sig. Kannski gerir það hana “góða” eða allavega að því sem hún er, Fucked up mynd sem skilur alveg helling eftir sig. Svo er það bara þitt vandamál að leysa þá flækju.

10/10 eða 1/10 eða bara fyrir utan skalann.


P.S. það er þungu fargi af mér létt að skrifa um hana. Held ég




1 comment: