Ég fór á Jóhannes kvöldið eftir að leikstjórinn, Þorsteinn Gunnar Bjarnason, mætti í spjall til okkar. Þess vegna gat ég augljóslega ekki spurt hann um eitthvað sem ég þyrfti að fá svör við. Það er ekkert sem mér dettur í hug sem ég myndi spyrja hann að enda var hann mikið spurður í spjallinu. Þetta gerði það að verkum að ég var aðallega að leita að göllunum sem búið var að minnast á. Ég og Eggert fórum í keppni hvor myndi finna eða muna eftir fleirum og ég held ég hafi unnið.
Í stuttu máli fjallt myndin um mjög venjulegan miðaldra mann að nafni Jóhannes sem stoppar til að hjálpa ungri stúlku með bilaðan bíl. Hún er frekar saklaus sveitastelpa og bíður honum inn í te svo hann geti þornað. Þá verður ekki aftur snúið og atburðarásin vindur upp á sig, Jóhannes er eltur af kærasta stelpunnar og löggunni sem telur hann vera pervert og gluggagæji. Það er enginn forleikur að sögunni og engin kynning á persónunm, nema þegar þau spyrja hvert annað hvað þau geri. Allt annað verðum við að túlka út frá gjörðum þeirra og hvað þau segja.
Mér finnst Jóhannes heppnast mjög vel miðað við hversu lítill tími fór í gerð myndarinn sjálfrar. En á móti kemur kannski að sagan er einföld og auðveld í meðferð. Ég náttúrulega vissi að eitthvað af myndinni var döbbað og ég tók alveg eftir því, en sennilega bara af því ég var að leita að því. Nema kannski þegar hann var að borða pulsuna, þá var smjattið alveg geðveikt hátt.
Það voru allir búnir að tala um hvað Unnur Birna væri léleg svo ég bjóst við einhverjum hryllingi. Ég get eiginlega ekki dæmt um hana því hún var betri en hryllingur, en ég sá auðvitað að hún var ekkert sérstök.
Laddi stóð sig vel enda bara natural leikari eins og Þorsteinn Gunnar sagði. Það er líka frekar basic að hafa Ladda í einhverri svona týpískri íslenskri mynd. Honum tekst alltaf að vera fyndinn og flest miðaldra fólk missir sig þegar það sér Ladda með boner. Hvað gæri hugsanlega verið fyndnara. Það er bæði sölumennska og ekki að vera með Ladda í aðalhlutverki, hann fittar vel í hlutverkið en er líka mjög heitur þessa dagana. Hin stóru nöfnin, Stefan Karl og Unnur Birna eru virkilega góð auglýsing en svo er Stefan líka fæddur fyrir svona hlutverk.
Gömlu konurnar voru mjög fyndnar og gáfu myndinni soldið víðari húmor. Þær voru algerir seggir en samt eitthvað svo líklegar til að vera ekta, þær voru ekki of ýktar, en þó alveg á mörkunum.
Jóhannes er ekki gerð á neinum styrkjum svo það er nauðsynlegt að hafa stór nöfn í henni. Það hefði aldrei gengið svona vel ef þau væru ekki aðal aðdráttaraflið. Myndin er ekki það góð. Halldór Kristján sagði í spjallinu að myndin væri alveg týpísk íslensk grínmynd frá níunda áratugnum. Ég held að hann hafi hitt naglann á höfuðið þarna. Svona hrakfallamynd með frekar alvarlegri aðalpersónu.
Fínasta íslenska mynd en ekkert sem ég hrópa húrra yfir.
P.S. það var mjög fyndið þegar Þorsteinn Gunnar talaði um hvernig þeir tóku upp bílaeltingaleikinn. Ég hefði verið til í að sjá svipinn á kellingunni sem bankaði á rúðuna hjá þeim og sagðist vera búin að hringja í lögguna þegar hún sá Ladda og myndavélarnar. Mig langar soldið að prófa að taka upp svona eltingaleik, örugglega adrenalín kick.
Fín færsla. 5 stig.
ReplyDelete