Þessi rosalega Hollywood stórmynd átti að gera allt vitlaust og sigra heiminn með Tom Cruise í fararbroddi. Þannig man ég allavega eftir auglýsingunum og hype-inu í kringum hana. Auðvitað lét ég til leiðast. Og ég varð fyrir vonbrigðum. Eins og allir aðrir held ég. Ég veit ekki alveg hvað það var, hún bara virkaði ekki.
Svo horfði ég á hana aftur. Svipaðar tilfinningar, ég var eiginlega að vona að ég hefði bara verið þröngsýnn. Nei nei, nú átta ég mig bara betur á því sem fór úrskeiðis. The Last Samurai tekst ekki að vera það sem hún ætlar að vera. Hún er mjög nálægt því á köflum. Eiginlega bara alla myndina. Maður sér einhvern vegin alltaf hvað myndin er að reyna að sýna, hvaða tilfinningar hún vill ná fram. Maður finnur fyrir því, en það er alltaf eitthvað sem plagar mann, “þetta er fyrirsjáanlegt”, “já, mér líður svona, af því ég veit mér á að líða svona”. Myndin líður fyrir það að vilja vera sérstök, en vera um leið gegnsæ. Ótrúlegt hvað það hefur mikið að segja.
Myndin fjallar um hernaðarhetjuna Nathan (Tom Cruise) sem er fangaður af Samuraiunum sem hann berst á móti í Japan. Hann verður einn þeirra. Það er augljóst bara af því að lesa titil myndarinnar. OK, hvað hefur hún þá ef ekki gott plot? Góða persónusköpun? Svo nálægt því... Tom Cruise er ekki lélegur leikar, en hann er með sama svip allan tímann og nær ekki þeim persónuleika sem ætlast er til. Katsumoto (Ken Watanabe) er áhugaverð persóna en ekkert kafað nánar í hann (gæti vert hana betri mynd)þ Vel gerð? Já já, flott umgjörð og vandað til verks. Mér fannst klippingin samt allt of augljós. Maður sá alltaf hvaða tilfinningar var verið að reyna að kalla fram. Allt svo augljóst, því miður.
Stórmynd sem floppar, algerlega að mínu mati. Svo er japanski keistarinn svo kvenlegur að það er ekki hægt að taka hann alvarlega.
P.S. það er annað blogg á undan þessu ef því hefur ekki verið veitt eftirtekt.
Shit. Tense. Var að rifja Se7en upp um daginn. Mundi lítið eftir myndinni sjálfri en augljóslega hvernig hún endaði. Það gleymir því ekki nokkur maður.
Brad Pitt klikkar aldrei. Ég varð augljóslega ástfanginn af honum í Fight Club og það er alltaf gaman að horfá myndirnar hans, þó þær séu ekki sérstakar. Það þarf þó ekki að hafa áhyggjur af því með Se7en.
Myndin fjallar um tvo rannsóknarlögreglumenn, David Mills(Brad Pitt) og William Somerset(Morgan Freeman), sem eru einmitt að byrja að vinna saman. Reyndar er Somerset, sá gamli, að hætta. Þeir vinna að morðmáli sem vindur upp á sig og loks átta þeir sig á því að morðinginn er að fremja morð eftir dauðasyndunum sjö. Þeir verða því að ná honum áður en hann klárar verkið. Persónusköpunin er mjög góð og skemmtileg og fer einnig vel við hasarinn. Se7en væri góð bara sem afþreying en hún nær að vera miklu meira en það.
Morgan Freeman er augljóslega í þessari mynd, fyrst Samuel L. Jackson er ekki, en eins og alþjóð veit er alltaf annar hvor þeirra í öllum myndum. Ég held ég hafi aldrei séð hann ekki standa sig vel í mynd, enda orðinn reynsluhundur, og leikur yfirleitt líka reynsluhunda.
Kevin Spacey hoppar síðan um borð og sýnir stórleik. Segi lítið meira um það enda er endirinn punkturinn yfir i-ið á frábærri mynd.
Bourne Identity fjallar um mann sem er fiskaður upp af smábátaáhöfn undan ströndum Frakklands. Hann man ekki neitt, ekki hver hann er eða afhverju hann var í sjónum. Hann er þó með 2 skotsár á bakinu og leiser með bankanúmeri græddan í mjöðmina. Hann fer í bankann en í öryggishólfinu sínu finnur hann fullt af pening, vegabréfum(sem segja að hann heiti Jason Bourne) og byssu, en til að bæta ofan á það kemst hann að því að hann er fáránlega góður að slást. Löggan byrjar að elta hann en hann fær sér far til Parísar hjá einhverri gellu sem borgar offjár fyrir. Þá fer CIA að elta hann en það er þrautin þyngri því Bourne er þrautþjálfaður í að vera ósýnilegur og komast undan. Allt vindur þetta uppá sig og Bourne þarf að flýja CIA um leið og hann reynir að komast að því hver hann er.
Bourne Identity er gerð eftir fyrstu bókinni í þríleiknum um hann Jason Bourne, superspy sem veit ekki hver hann er. Myndin er einkar vel heppnuð og varla lakari en bókin, sem ég hef ekki lesið. Það er nóg af spennu og eltingaleikjum og bardagaatriðum til að halda manni á tánum en svo er líka alltaf þessi óvissa alla myndina sem verður til þess að maður hreinlega vill ekki hætta að horfa. Alveg ekta afþreying.
Matt Damon leikur Jason og gerir það bara ágætlega. Jason á greinilega eitthvað skuggalega fortíð miðað við það sem hann kann, en fyrst minnið er farið veit maður ekkert hvort hann er/hafi verið góður gaur eða ekki. En hann vill allavega ekki gera neinum illt sem á það ekki skilið svo að hann getur ekki verið mjög slæmur.
Skemmtanagildið er hátt og spennan góð, s.s. mikil meðmæli !
Ætla síðan að skella inn bloggum um síðari tvær Bourne myndirnar
Sjitt hvað þetta er epísk mynd. Vá hvað ég fíla hana mikið. Elska lagavalið í henni, þau passa svo vel. Og þá er ég að tala um atriðin þar sem eitthvað classic lag er í gangi og einhver atburður að gerast, eins og t.d. jarðarför Grínistans (The Comedian). Hellidemba, líkkista, allir sorgmæddir og The Sound of Silence með Simon and Garfunkel í botni. Ég fæ gæsahúð í hvert skipti sem ég sé þetta atriði. Maður sér svona smá Tarantino í þessum atriðum.Það sagði mér einhver einhvern tíma að Tarantino hlustaði á tónlistina sína og sæi fyrir sér atriði eftir lögunum, svo býr hann til sögu útfrá þeim. Auðvitað var Watchmen sagan til en þetta er held ég svipuð pæling, það er unnið með og útfrá tónlistinni, og það gerir svo ótrúlega mikið fyrir atriðið. Dæmi um þetta frá Tarantino eru í öllum myndunum, en ég hugsa strax um þegar Mr. Blonde(held ég að hann hafi heitið) sker eyrað af löggunni og ætlar svo að brenna hann. Byrjunaratriðið er líka svona, þegar þeir labba allir saman niður götuna með Little Green Bag undir. Pulp Fiction snýst eiginlega líka bara um svona atriði.
Ef ég geri einhvern tíma mynd í fullri lengd þá byggi ég hana klárlega á nokkrum svona atriðum.
The Comedian nettur
Ég nenni nú varla að þylja upp mikið um söguþráðinn en sagan gerist árið 1985 í heimi þar sem Bandaríkjamenn unnu Víetnam og ofurhetjur eru “raunverulegar”. Það er samt bara einn maður með ofurkrafta, Dr. Manhattan, en hann er eiginlega bara guð og algert svindl, því hann getur allt og veit flest. Allir hinir eru bara góðir að slást og fara í flotta búninga. Þeirra tími er hins vegar liðinn og eini sem er ennþá virkur er Rorschach, en hann er nett geðbilaður. Hann heldur að einhver sé að drepa fyrrverandi ofurhetjurnar en undirliggjandi er alltaf sagan um kalda stríðið og kjarnorkuógnina.
Watchmen er grimmileg írónía og samfélagsgagnrýni, en myndasagan er víst eina myndasagan á einhverjum lista yfir 100 bestu bækur 20. aldarinnar. Myndin kemur þessari kaldhæðni vel til skila en ég ætla ekki að þræða það neitt frekar, enda ekki maðurinn í það.
Dr. Manhattan á góðum degi
Persónurnar eru frábærar, og bestur er klárlega Rorschach. Hann er grimmasti góði gæi sem hugsast getur, réttlæti er það eina sem hann hugsar um. Hann er Chaotic Good, engin miskunn, engin hvíld. Hann sagði sjálfur, hann er ekki lengur sá sem hann fæddist sem, sá maður er horfinn, eina sem er eftir er Rorschach. Svo er hann líka með svo netta rödd, ótrúlegt að lítill rauðhærður gæi sé með nettustu, grimmustu og skelfilegustu rödd í heimi. Hann á allar flottu setningar myndarinnar. Geggjaður karakter.
Dr. Manhattan var venjulegur eðlisfræðingur sem festist í einhverjum geislum á tilraunastofu og sprakk. Hann reformaði sem blár gæi sem getur allt, hreyft hluti með huganum, teleportað, séð fortíð og framtíð sína og bara allt sem hugsast getur. Eftir það notaði Bandaríkjastjórn hann til að vinna Víetnam og halda Sovétmönnum í skefjum, því hann getur stoppað kjarnorkusprengjurnar. Hann er þó hættur að finna til með mannfólkinu og fjarlægist alla.
Ozymandias er gáfaðasti maður jarðarinnar og var sá eini af Watchmen-unum sem kom fram undir réttu nafni þegar þau hættu. Hann græddi endalaust á því og vinnur nú að því að finna endalausa orku fyrir mannkynið.
The Comedian er líka frábær karakter. Gersamlega hugsunarlaus gaur sem vill greinilega bara hasarinn. Hann var í fyrstu grúppunum sem fóru út grímuklædd og börðust gegn glæpum, en hann deyr strax í byrjun. Í flashback-um sést hann bara drepa óléttar konur og asíubúa, og jafnvel ameríkana. Svo er spurningin hvort hann sá eftir þessu öllu eða ekki.
Það er mikið verk að skirfa um alla hina í myndinni en allir þeirra bæta hana á sinn sérstaka hátt.
Sambland af húmor, hasar, samfélagsgagnrýni og almennum töffaraskap gera þessa mannlegu ofurhetjumynd svo geggjaða skemmtun að orð fá því ekki lýst. Ég held ég hafi horft svona 5 sinnum á hana, og hún kom út í fyrra. Reyndar ekki alla í einu alltaf því hún er næstum 3 tímar, en ég veit ekki hvernig hún ætti að vera styttri.