Sunday, February 28, 2010

Se7en og Bourne Identity



Shit. Tense. Var að rifja Se7en upp um daginn. Mundi lítið eftir myndinni sjálfri en augljóslega hvernig hún endaði. Það gleymir því ekki nokkur maður.

Brad Pitt klikkar aldrei. Ég varð augljóslega ástfanginn af honum í Fight Club og það er alltaf gaman að horfá myndirnar hans, þó þær séu ekki sérstakar. Það þarf þó ekki að hafa áhyggjur af því með Se7en.

Myndin fjallar um tvo rannsóknarlögreglumenn, David Mills(Brad Pitt) og William Somerset(Morgan Freeman), sem eru einmitt að byrja að vinna saman. Reyndar er Somerset, sá gamli, að hætta. Þeir vinna að morðmáli sem vindur upp á sig og loks átta þeir sig á því að morðinginn er að fremja morð eftir dauðasyndunum sjö. Þeir verða því að ná honum áður en hann klárar verkið. Persónusköpunin er mjög góð og skemmtileg og fer einnig vel við hasarinn. Se7en væri góð bara sem afþreying en hún nær að vera miklu meira en það.

Morgan Freeman er augljóslega í þessari mynd, fyrst Samuel L. Jackson er ekki, en eins og alþjóð veit er alltaf annar hvor þeirra í öllum myndum. Ég held ég hafi aldrei séð hann ekki standa sig vel í mynd, enda orðinn reynsluhundur, og leikur yfirleitt líka reynsluhunda.

Kevin Spacey hoppar síðan um borð og sýnir stórleik. Segi lítið meira um það enda er endirinn punkturinn yfir i-ið á frábærri mynd.


Bourne Identity fjallar um mann sem er fiskaður upp af smábátaáhöfn undan ströndum Frakklands. Hann man ekki neitt, ekki hver hann er eða afhverju hann var í sjónum. Hann er þó með 2 skotsár á bakinu og leiser með bankanúmeri græddan í mjöðmina. Hann fer í bankann en í öryggishólfinu sínu finnur hann fullt af pening, vegabréfum(sem segja að hann heiti Jason Bourne) og byssu, en til að bæta ofan á það kemst hann að því að hann er fáránlega góður að slást. Löggan byrjar að elta hann en hann fær sér far til Parísar hjá einhverri gellu sem borgar offjár fyrir. Þá fer CIA að elta hann en það er þrautin þyngri því Bourne er þrautþjálfaður í að vera ósýnilegur og komast undan. Allt vindur þetta uppá sig og Bourne þarf að flýja CIA um leið og hann reynir að komast að því hver hann er.

Bourne Identity er gerð eftir fyrstu bókinni í þríleiknum um hann Jason Bourne, superspy sem veit ekki hver hann er. Myndin er einkar vel heppnuð og varla lakari en bókin, sem ég hef ekki lesið. Það er nóg af spennu og eltingaleikjum og bardagaatriðum til að halda manni á tánum en svo er líka alltaf þessi óvissa alla myndina sem verður til þess að maður hreinlega vill ekki hætta að horfa. Alveg ekta afþreying.

Matt Damon leikur Jason og gerir það bara ágætlega. Jason á greinilega eitthvað skuggalega fortíð miðað við það sem hann kann, en fyrst minnið er farið veit maður ekkert hvort hann er/hafi verið góður gaur eða ekki. En hann vill allavega ekki gera neinum illt sem á það ekki skilið svo að hann getur ekki verið mjög slæmur.

Skemmtanagildið er hátt og spennan góð, s.s. mikil meðmæli !


Ætla síðan að skella inn bloggum um síðari tvær Bourne myndirnar

1 comment:

  1. Svo má ekki gleyma leikstjóra se7en, David Fincher, sem gerði einmitt líka Fight Club, Zodiac og Benjamin Button. Snilldarleikstjóri.

    7 stig.

    ReplyDelete