Sunday, February 28, 2010

The Last Samurai

Þessi rosalega Hollywood stórmynd átti að gera allt vitlaust og sigra heiminn með Tom Cruise í fararbroddi. Þannig man ég allavega eftir auglýsingunum og hype-inu í kringum hana. Auðvitað lét ég til leiðast. Og ég varð fyrir vonbrigðum. Eins og allir aðrir held ég. Ég veit ekki alveg hvað það var, hún bara virkaði ekki.

Svo horfði ég á hana aftur. Svipaðar tilfinningar, ég var eiginlega að vona að ég hefði bara verið þröngsýnn. Nei nei, nú átta ég mig bara betur á því sem fór úrskeiðis. The Last Samurai tekst ekki að vera það sem hún ætlar að vera. Hún er mjög nálægt því á köflum. Eiginlega bara alla myndina. Maður sér einhvern vegin alltaf hvað myndin er að reyna að sýna, hvaða tilfinningar hún vill ná fram. Maður finnur fyrir því, en það er alltaf eitthvað sem plagar mann, “þetta er fyrirsjáanlegt”, “já, mér líður svona, af því ég veit mér á að líða svona”. Myndin líður fyrir það að vilja vera sérstök, en vera um leið gegnsæ. Ótrúlegt hvað það hefur mikið að segja.

Myndin fjallar um hernaðarhetjuna Nathan (Tom Cruise) sem er fangaður af Samuraiunum sem hann berst á móti í Japan. Hann verður einn þeirra. Það er augljóst bara af því að lesa titil myndarinnar. OK, hvað hefur hún þá ef ekki gott plot? Góða persónusköpun? Svo nálægt því... Tom Cruise er ekki lélegur leikar, en hann er með sama svip allan tímann og nær ekki þeim persónuleika sem ætlast er til. Katsumoto (Ken Watanabe) er áhugaverð persóna en ekkert kafað nánar í hann (gæti vert hana betri mynd)þ Vel gerð? Já já, flott umgjörð og vandað til verks. Mér fannst klippingin samt allt of augljós. Maður sá alltaf hvaða tilfinningar var verið að reyna að kalla fram. Allt svo augljóst, því miður.

Stórmynd sem floppar, algerlega að mínu mati. Svo er japanski keistarinn svo kvenlegur að það er ekki hægt að taka hann alvarlega.

P.S. það er annað blogg á undan þessu ef því hefur ekki verið veitt eftirtekt.

1 comment: