Friday, April 16, 2010

Gremlins og Up in the Air


Varð bara að ná mér í Gremlins um daginn þegar það var í boði. Ein af þessum legendary myndum úr æskunni. Ég hafði samt ekki séð hana oft enda kom hún út áður en ég fæddist. Hún virðist bara hafa lifað lengi með æskunni. Ég verð alltaf soldið hræddur við að horfa á myndir sem manni þótti geggjaðar einu sinni og hefur ekki séð síðan maður var áhyggjulaus. Ég varð ekki með vonbrigðum með Gremlins. Það er kannski þess vegna sem henni tókst að lifa lengi.

Myndin fjallar um strák, Billy, sem fær lítinn Mogwai í jólagjöf frá pabba sínum, sem er misheppnaður uppfinningamaður. Mogwai er lítill mjög krúttlegur bangsi (?) og virðist vera hið fullkomna gæludýr. Pabbinn “keypti” það hjá gömlum kínverja í lítilli ruslbúð. Sá gamli sagði að Mogwainn mætti ekki komast í sneritingu við vatn og ekki fá mat eftir miðnætti. Þar sem þetta eru einfaldar reglur hlutu þær að vera brotnar. Mogwainn, sem er kallaður Gismo, fær vatn á sig og við það spýtast nýjir Mogwaiar úr bakinu á honum. Þeir eru meiri hrekkjalómar en sá fyrsti og virðast ekki vera góðhjartaðir. Þeim tekst svo að fá mat eftir miðnætti og þá er fjandinn laus. Þeir breytast úr krúttlegum loðboltum í svarta, grimma púka. Þeir leggja síðan rólega smábæinn í rúst.

Gremlins er uppfull af húmor og þegar Mogwaiarnir eru orðnir svartir þá bregða þeir á hina ýmsu leiki. Þeir taka mörg bíómyndaatriði og púlla fullt af týpum. T.d. fer einn þeirra í síðan baselitaðan frakka og flashar gesti og gangandi, þrátt fyrir að hann sé ekki með neitt til að flasha. Gremlinsarnir eru farnir að skipta þúsundum og Billy verður að stoppa þá. Þá hefst smá spenna en samt er alltaf stutt í húmorinn og myndin verður því smá splatter. Samt svona barna/unglingasplatter, því þetta eru náttúrulega litlir djöflar með grænt blóð að deyja. Einn er t.d. sprengdur í örbylgjuofni.

Ég var lítið að spá í leiknum og það er líklegast af því að hann var bara fínn. Tæknibrellurnar eldast ágætlega og litlu púkarnir eru frekar sannfærandi. Það er líka fyndið að heyra þá muldra einstaka ensk orð.




Ég skil vel að þessi mynd hafi orðið hittari því hún er drulluskemmtileg. Ég sýndi mömmu nokkur brot, en hún sá hana auðvitað á sínum tíma. Hún skemmti sér konunglega og því hefur myndin heldur ekki misst neinn sjarma hvað varðar eldri kynslóðirnar. Ég mæli með þvi fyrir hvern sem er að rifja þessa tímalausu snilld upp.



Þegar ég sá trailerinn hugsaði ég strax að hér væri komin einn ein Hollywood myndin sem snýst bara um aðalleikarann. Í þessu tilfelli er það George Clooney, sem er nottla ein stærsta stjarnan. Ég hafði engan áhuga á að sjá hana. Svo var hún allt í einu tilnefnd til Óskarsverðlauna, algerlega upp úr þurru fyrir mér. Þá athugaði ég með gagnrýni um hana, og hún fékk frábæra dóma. Þá var ekki aftur snúið, ég varð að sjá hana. Sé alls ekki eftir því.

Söguþráðurinn er ekki flókinn, Ryan Bingham(George Clooney) vinnur hjá fyrirtæki sem rekur fólk fyrir önnur fyrirtæki. Hann ferðast mikið og er næstum aldrei heima hjá sér, enda kallar hann flugvöllinn heimili sitt. Flókna atriðið er tilfinningalíf Ryans, en hann heldur að hann sé hamingjusamur með engin tilfinningaleg tengsl við neinn. Hann þráir að komast yfir 10 milljón mílurnar. Sagan snýst um hvernig þessi heimur hans brotnar niður. Að mörgu leyti fyrirséð en einnig margt frumlegt og skemmtilega gert. Heimur Ryans virðist ætla að falla þegar ung kona birtist í fyrirtækinu og vill reka fólk í gegnum internetið. Inn í söguna blandast líka kona sem hann sefur hjá á milli flugferða. Allt sem Ryan metur mest við líf sitt er tekið til athugunar.

George Clooney sýnir stórleik, enda tilnefndur til Óskarsins. Það er líka eins gott fyrir myndina því hún snýst algerlega um leikinn. Up in the Air væri ekkert ef ekki væri fyrir almennilegan leikara. Nú hef ég því sagt einmitt það sem ég hélt um þessa mynd, að hún snerist um George Clooney. En núna meina ég það á góðan hátt, því að hann er góður leikari en ekki bara stjarna með grátt í vöngum.

Lang mest er lagt upp úr persónusköpun Ryans og það hefur eiginlega áhrif á hinar persónurnar. Þær eru algerar hliðarpersónur og gera í rauninni ekkert annað en að rugla í lífi Ryans.

Ég hafði samt mjög gaman af Up in the Air og mæli hiklaust með henni, en það er spurning hversu lengi hún situr eftir hjá manni.



Minni á tvö blog fyrir neðan, um New Moon og Pöntunarbloggið

1 comment:

  1. Langt síðan ég hef séð Gremlins. Mér finnst yfirleitt gaman að horfa á myndir sem manni þóttu góðar í æsku, því jafnvel þótt myndirnar séu kannski ekkert spes þá fær maður skemmtilegan nostalgíufiðring af því að horfa á þær aftur eftir langan tíma.

    Fín færsla. 8 stig.

    ReplyDelete