Ég viðurkenni það fúslega að ég hef séð Training Day áður, en það er alveg frekar langt síðan, mundi bara hvað gerist í aðalatriðum. Ég ætlaði fyrst að horfa á Snatch, en ég hef ekki séð hana. Handritið var samt öðruvísi upp byggt en myndin og það ruglaði mig frekar mikið, svo ég sleppti henni eftir sirka 20 mín. Mér fannst handritið ekki flæða jafn vel í Snatch, en það var kannski vegna þess að ég las bara byrjunina og þar er eiginlega bara veri að kynna persónur til sögunnar.
Ég ætla fyrst að tala um hvernig var að lesa handritið með, en svo fjalla aðeins um myndina, því þarna er eðalræma á ferðinni.
Training Day snýst að mestu leyti um samband Jake(Ethan Hawke), nýliða í fíknó, og Alonzo(Denzel Washington) sem er leiðbeinandinn hans. Þar af leiðir að handritið er að mestu leyti samtöl. Það nær samt vel að mynda stemminguna sem á að vera í bílnum(sem þeir eyða mestum tíma í) með því að inn á milli setninganna er skotið hugsunum Jakes. Þetta gerir það að verkum að lesandinn sér fyrir sér svipbrigði Jakes. Nú er undið leikaranum komið að skila þessum tilfinningum vel til áhorfandans. Auðvitað hafa flestir áhorfendur ekki lesið handritið og vita því ekki hvað það segir að Jake eigi að gera. Það gefur manni meiri og dýpri skilning á líðan persónanna að lesa handritið. Aðstæðurnar og ytri áhrif koma ekki eins mikið fyrir í handritinu en það gefur leikstjóranum meira svigrúm til að beyta sínum stílbrögðum og ná fram því sem hann vill. Mesti munurinn á handritunum fyrir Snatch og Training Day fannst mér þessi sköpun aðstæðna, en hún var mun opnari í Training Day.
Training Day er virkilega góð mynd. Hún fjallar um Jake sem er að hefja feril sinn sem fíkniefnalögga. Hann mætir í vinnuna fyrsta daginn til leiðbeinanda síns, Alonzo. Þann dag á hann að læra af því sem hann sér hjá Alonzo. Alonzo er ekki með gott "first impression" og er með frekar mikil leiðindi við Jake, en helur ekkert aftur af sér við að segja honum hvernig heimurinn virkar. Hann gabbar Jake til að reykja englaryk og drekka bjór í vinnunni. Þeir keyra um í bílnum hans Alonzo og fara aldrei á stöðina. Við fáum strax þá hugmynd að Alonzo sé ekki allur þar sem hann er séður en Jake gerir þó allt sem hann vill að hann geri vegna metnaðar síns. Þegar líður á myndina leikur þó enginn vafi á að Alonzo er spillt lögga. Hann fer um bæinn eins og hann eigi hann og rænir og gerir í raun bara það sem honum sýnist. Jake er ekki hrifinn af því en hann ætlar ekki að mótmæla of mikið og missa af tækifærinu til að verða alvöru lögga.
Ég ætla ekki meira útí söguþráðinn til að spoila ekki. Myndin á allt sitt í sambandi Jake og Alonzo og hvernig Alonzo kemur fram við hann. Hann virðir ekki skoðanir hans og er of stórt egó til að sjá eigin galla. Hann afsakar það sem hann gerir rangt með tölum og staðreyndum um feril sinn en er í raun bara að reyna að blekkja sjálfan sig. Hann er orðinn svo spilltur að hann sér ekki hvað er rangt við að stela af fátæku, venjulegu fólki. Hann heldur að hann sé yfir það hafinn. Jake er með svo mikla réttlætiskennd að hann getur ekki tekið við peningum sem þeir ræna af dópsala, þrátt fyrir að ekki nokkur maður myndi komast að því. Þeir eru algjörar andstæður en þó virðist Alonzo hafa eða hafa haft einhvern vott af samvisku, en hafa valið ranga braut. Alonzo er orðinn svo mikið egó og eiginhagsmunaseggur að allir þeir sem hann "hefur í vasanum" eru farnir að hata hann og vilja jafnvel drepa hann.
Myndin gerist öll á einum degi, eða Þjálfunardeginum, og SPOILER endirinn er skilinn eftir í soldið lausu lofti, en þó má búast við því að réttvísin sigri á endanum SPOILER ENDAR. Denzel Washington sýnir geðveikan leik, en svona hlutverk henta honum mjög vel. Þar sem persónurnar dansa á einhverjum siðferðislínum. Hann getur sýnt einhvern svipbrigðalausan svip sem lýsir samt hörku og nettleika. Geggjað. Ethan Hawke stendur sig líka mjög vel og þó hlutverkið krefjist næstum bara einhvers ráðalauss og sjokkeruðum svip tekst honum vel til.
Frábær mynd og gaman að lesa handritið og fá nokkruns konar staðfestingu á því sem myndin á að sýna manni.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Flott færsla. 7 stig.
ReplyDelete